Algengar spurningar

Á mitt verkefni heima í hraðlinum?
Við óskum eftir öflugum teymum með verkefni sem snúa að hátækni í matvælaiðnaði og líftækni. Verkefnið á jafnt við nýstofnuð teymi sem og nýsköpunarverkefni rótgrónari fyrirtækja.

Við yfirferð umsókna er horft til nýnæmis, markaðar sem ætlunin er að höfða til, samsetningu teymisins og áhuga og vilja þeirra til að fara út fyrir þægindarammann og vinna ötullega að markmiðum sínum.

Hentar hraðallinn einnig fyrirtækjum sem eru nú þegar í rekstri?

Það er ekki skilyrði að fyrirtækin séu nýstofnuð, enda er algengt að nýjar hugmyndir verði til hjá starfsfólki rótgrónari fyrirtækja.

Hvað kostar að taka þátt?
Þátttaka í hraðlinum er að fullu niðurgreidd af Landsvirkjun og kostar því ekkert. Þátttakendur þurfa þó sjálfir að standa straum af ferðakostnaði í þeim tilvikum sem það á við.

Þarf ég að láta hlut í fyrirtækinu mínu?

Ekki er gerð krafa um eignarhlut í þeim fyrirtækjum sem valin eru til þátttöku.

Hins vegar býðst þátttakendum að þiggja 1 milljón kr. fjárstyrk gegn valfrjálsum kauprétti Landsvirkjunar á 10% eignarhlut gegn 5 milljónum kr. hlutafé. Kauprétturinn fellur niður eftir 6 mánuði frá fjárfestadegi hraðalsins.

Styrkinn geta þátttakendur afþakkað. Fjárstyrknum er ætlað að skapa þátttakendum svigrúm til að einblína á þróun viðskiptahugmynda sinna meðan á hraðlinum stendur.

Umsóknarfrestur

Opið er fyrir umsóknir í hraðalinn fram til 24. janúar 2021.

Umsóknarferlið

Þegar umsóknarfresti lýkur mun hópur sérfræðinga fara yfir umsóknirnar og gefa þeim einkunn. Gert er ráð fyrir því að um 10 - 15 stigahæstu teymin verði boðuð í viðtal. Valin verða að lokum allt að fimm teymi til þátttöku í hraðlinum sem hefst þann 10. febrúar n.k.

Er viðskiptahugmyndin mín örugg í ykkar höndum?
Já. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarupplýsingar.

Aðsetur

Hraðallinn fer fram í þrem þriggja daga lotum yfir sex vikna tímabil. Þess á milli eru fjarfundir. Vinnusmiðjurnar fara fram í frumkvöðlasetri Icelandic Startups í Grósku sem staðsett er á háskólasvæðinu í hjarta Reykjavíkur. Þátttakendum stendur jafnframt til boða fullbúin vinnuaðstaða í Grósku meðan á verkefninu stendur.

Við erum búsett utan höfuðborgarsvæðisins, getum við tekið þátt?
Já, hiklaust! Dagskrá hraðalsins er skipt í þrjár þriggja daga vinnulotur sem fara fram í Reykjavík. Fundir sem fara fram á milli vinnulota fara fram í fjarfundabúnaði.

DJI_0525Landsvirkjun_orkidea.jpg

Aðrar spurningar?

Hafðu endilega samband í síma 552 5151 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið hello@icelandicstartups.is