Startup Orkídea er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Orkídeu
Verkefnið er stofnað árið 2020

Umsjón með framkvæmd verkefnisins er í höndum Icelandic Startups sem hefur til fjölda ára aðstoðað frumkvöðla við að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til viðskipti taka að blómstra. Icelandic Startups starfar náið með frumkvöðlum, háskólum, fjárfestum, atvinnulífinu, hagsmunasamtökum og hinu opinbera að því að efla frumkvöðlastarf og byggja upp nýsköpunarumhverfið á Íslandi.

Aðsetur Icelandic Startups er í hugmyndahúsinu Grósku sem staðsett er í hjarta Reykjavíkur.

hello@icelandicstartups.is
s: 552 - 5151

2020-Orkídea-ferð-6684.jpg

Orkídea er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Það snýst um uppbyggingu orkutengdra tækifæra framtíðarinnar á Suðurlandi, til dæmis við matvælaframleiðslu og líftækni, sjálfbæra nýtingu auðlinda, sprotastarfsemi og að undirbúa svæði til að taka á móti orkutengdri nýsköpun.

DJI_0530Landsvirkjun_orkidea.jpg

Eitt meginmarkmiða samstarfsins er að auka verðmætasköpun í matvælaframleiðslu í landinu og gera framleiðsluna umhverfisvænni með nýtingu á grænni orku sem býr þannig til tækifæri fyrir íslenska matvælaframleiðendur til að vera samkeppnishæfir á alþjóðamarkaði.