KindaKol

1000 Ára Sveitaþorp þróar vöruna Kindakol, sem eru sjálfbær og vistvæn iðnaðarkol unnin úr lífmassa líkt og kindataði og hampi.

PH0A0383.jpg

Krakka

kropp

Krakkakropp er hollt, gott og gleðilegt nasl í káta kroppa frá 6 mánaða aldri. Krakkakropp er úr íslensku grænmeti og inniheldur grænmeti sem ekki nýtist í hefðbundnar söluvörur. Krakkakropp er ætlað öllum börnum sem vilja mat úr sjálfbæru umhverfisvænu hráefni án aukefna eða óæskilegra varnarefna.

PH0A0443.jpg

Livefood ehf

Verkefnið snýst um að framleiða hágæða íslenska grænkera osta úr kartöflum og haframjólk. Notast verður við hveraorkuna í Hveragerði við framleiðslu á ostunum.

sif.jpg

Sif Biotech

Líftæknifyrirtæki sem nýtir plöntur sem sveigjanlegar framleiðslueiningar fyrir próteinafurðir og líftæknilyf. Að nota lífhannaðar plöntur sem framleiðslueiningar fyrir lyf og önnur mikilvæg efni býður upp á gífurlega kosti fram yfir hefðbundnar framleiðsluaðferðir. Slík framleiðsla er sveigjanlegri, sneggri og auðskalanlegri, ásamt því að falla fullkomlega að sérstöðu Íslands er varðar aðgang að fersku vatni og umhverfisvænni raforku.

PH0A0365.jpg

Viskur

Viskur ætlar að þróa matvöru, sem kemur í stað hefðbundinna fiskafurða þar sem nýttar eru hliðarafurðir frá smáþörungaframleiðslu á Íslandi. Um er að ræða næringarríkt hráefni sem inniheldur góða samsetningu próteina og hefur hingað til verið ónýtt hliðarafurð. Smáþörungaprótein verður nýtt til að skapa matvæli án dýraafurða sem líkjast íslenskum sjávarafurðum.

artic.jpg

Arctic Salmon

Viðskiptahugmyndin snýst um að setja á laggirnar hátækni fiskvinnslu til að hagnýta þau tækifæri sem felast í fullvinnslu á eldislaxi með það að markmiði að hámarka verðmæti afurðarinnar. Vörulínan getur því verið mjög fjölbreytt, allt frá flökum og bitum auk þeirra margvíslegu vara sem hægt er að framleiða úr hliðarafurðum.