Startup Orkídea er einstakur vettvangur fyrir þróun viðskiptahugmynda og nýsköpunarverkefna rótgrónari fyrirtækja sem vinna að sjálfbærum lausnum á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni. Verkefnið byggir á alþjóðlega sannreyndri aðferðafræði og áralangri reynslu Icelandic Startups af stuðningi við frumkvöðla og sprotafyrirtæki og miðar að því að koma vöru á markað.

Í samstarfi við Orkideu munum við vinna að því að vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í sjálfbærri orkunýtingu á Suðurlandi og efla enn frekar sjálfbæra verðmætasköpun fyrir samfélagið, fjölga vel launuðum störfum og auka útflutning sem byggir á hugviti.

timalinark.png

Allt að fimm teymi verða valin til þátttöku í gegnum vandað umsóknarferli. Hraðlinum er skipt upp í þrjár þriggja daga vinnusmiðjur.

Hraðallinn felur í sér fræðslu og þjálfun og aðgang að breiðu tengslaneti sérfræðinga, svo sem reyndra frumkvöðla og fjárfesta. Farið verður yfir mótun viðskiptahugmynda, virðiskjarninn rýndur og viðskiptavinir og dreifileiðir greindar vel. Einnig verður farið yfir gerð rekstraráætlana, markaðs- og sölumál og undirbúning fyrir fundi með fjárfestum. Viðskiptahraðlinum lýkur með kynningu þátttakenda á viðskiptahugmyndum sínum fyrir hópi fjárfesta og lykilaðila í orkuiðnaði.

 
icon.png
 

Sprotafyrirtækjum sem valin verða til þátttöku býðst 1 milljón kr. fjárstyrkur gegn valfrjálsum kauprétti Landsvirkjunar á 10% eignarhlut gegn 5 milljónum kr. hlutafé. Kauprétturinn fellur niður sex mánuðum eftir fjárfestadag verkefnisins. Styrknum er ætlað að veita þátttakendum svigrúm til að einbeita sér að nýsköpunarverkefnum sínum meðan á hraðlinum stendur. Þátttakendur geta valið að þiggja ekki styrkinn og fellur þá kauprétturinn niður.

Þátttakendum gefst einstakt tækifæri til að efla tengslanetið og koma vöru sinni á framfæri auk þess sem þeim stendur til boða að nýta fullbúna vinnuaðstöðu í Grósku meðan á hraðlinum stendur.